Þjónusta

Gagna-Magnús getur tekið að sér allt ferlið, eða hluta þess, í útfærslu á gagnameðhöndlun og greiningu, sem felst meðal annars í:

  • Fornleifarannsóknum, er eini starfsmaðurinn sem þekkti tiltekna lausn hættur og lausnin stopp?
  • Þarfagreiningu, hvaða þekkingu þarf að ná úr gögnum?
  • Þekjugreiningu, hvaða hrágögn og gagnavinnslur eru til og hvaða möguleikar eru fólgnir í þeim?
  • Gloppugreiningu, hvað er löng leið frá núverandi stöðu að uppfyllingu þarfa?
  • ETL, listin að soga hrágögn úr grunnkerfum, aðlaga þau og millilenda þeim.
  • Umbreyting hrágagna í greiningarhæf gögn.
  • Uppsetning á greiningartólum til sjálfsafgreiðslu
  • Greining gagna og túlkun niðurstaðna

Útfærsla í verkfærum og aðferðafræði sem þegar er til staðar og/eða innleiðing á nýjum verkfærum og aðferðum ef þurfa þykir.

Smelltu pósti á magnus[hjá]mg.is til að heyra meira.